Imagine Dragons - ShotsÞað gerðist allt saman árið 2012 þegar hljómsveitin Imagine Dragons sendi frá sér lagið Radioactive og fylgdi svo á eftir með fyrstu plötunni sinni, Night Visions síðar sama ár en hún komst víða á toppinn á vinsældarlistum.

Nú er önnur plata hljómsveitarinnar, Smoke + Mirrors að koma út þann 17. febrúar næstkomandi og eru forpantanir á henni þegar hafnar í gegnum iTunes verslunina en Shots er þriðja og jafnframt nýjasta smáskífan sem við fáum að heyra af plötunni.