Imagine Dragons - I Bet My LifeBandaríska indie-rokk hljómsveitin Imagine Dragons sló í gegn árið 2012 með laginu Radioactive sem var án efa eitt vinsælasta lagið í heiminum það árið og fylgdi hljómsveitin svo eftir með lögum á borð við Demons og On Top Of The World.

Hljómsveitin hefur notað árið í ár til þess að fara á tónleikaferðalag og einnig í að vinna að annari plötu sinni sem væntanleg er í febrúar á næsta ári og er lagið I Bet My Life fyrsta lagið sem við fáum að heyra af plötunni.