Summer Pop Medley 2014 (Sam Tsui & Kurt Schneider)Sam Tsui er 25 ára gamall tónlistarmaður sem kemur frá Bandaríkjunum, en hann er einn af mörgum sem hafa öðlast frægð með hjálp YouTube.

Sam er þekktastur fyrir að setja á vefinn myndbönd af sér taka endurgerðir eða “cover“ af lögum eftir fræga tónlistarmenn en hefur þó einnig verið að fóta sig áfram með lög sem hann hefur samið sjálfur.

Hér hafa þeir Sam og Kurt Schneider tekið höndum saman og gert eitt lag sem inniheldur brot úr vinsælustu lögunum í sumar og má þar nefna: Fancy, Stay With Me, Wiggle Wiggle og Anaconda ásamt mörgum öðrum.