Sam Smith - Like I CanHinn 22 ára gamli hjartaknúsari Sam Smith kom öllum á óvart þegar hann sendi frá sér sína fyrstu plötu, In the Lonely Hour í byrjun ársins en hún hefur selst í yfir 2.8 milljónum eintaka út um allan heim sem gerir hana að söluhæstu plötu hjá nýliða í tónlistinni á þessu ári en lögin af plötunni eru hver öðrum vinsælli.

Fimmta og jafnframt nýjasta smáskífan sem við fáum að heyra af plötunni nefnist Like I Can og samdi Sam það í sameiningu við Matt Prime, en Sam syngur til stelpu í laginu og segir að hann muni alltaf elska hana meira en nokkur annar þótt sá einstaklingur væri betri í öllu öðru.