FM BelfastKvikmyndin Ghostbusters sem kom út árið 1984 var gífurlega vinsæl og er enn þann dag í dag og ættu eflaust flestir að kannast við titillag myndarinnar sem upphaflega var flutt af Ray Parker, Jr en lagið komst meðal annars á toppinn á Billboard vinsældarlistanum.

Hér taka krakkarnir í hljómsveitinni FM Belfast sig saman og setja þetta vinsæla lag í sinn búning, en það er framlag hljómsveitarinnar til GGG listasýningarinnar í Bíó Paradís en hún er tileinkuð Gremlins, Goonies og Ghostbusters og hefst hún á föstudaginn.