Olly Murs - Wrapped Up ásamt Travie McCoyBreski söngvarinn Olly Murs sló í gegn í X-Factor árið 2010 og má segja að það hafi markað upphafið að ferlinum hans en hann er einna hvað þekktastur fyrir lögin Heart Skips A Beat og Dance With Me Tonight sem voru bæði gífurlega vinsæl.

Olly leggur nú loka hönd á vinnslu fjórðu plötu sinnar, Never Been Better sem kemur út í lok nóvember næstkomandi en Wrapped Up er fyrsta lagið sem við fáum að heyra af plötunni og einkennist það af þessum diskó stíl sem hefur verið afar vinsæll upp á síðkastið.