Redfoo - Juicy WiggleStefan Kendal Gordy fagnar fertugsafmæli sínu síðar á þessu ári en hann er þekktastur undir nafninu Redfoo og var annar af meðlimum LMFAO sem gerðu það gott fyrir nokkrum árum síðan.

Eftir að LMFAO hættu ákvað Redfoo að einbeita sér að sólóferli sínum og er fyrsta platan hans, I Look Good Naked! búin að vera í undirbúningi síðan 2012 og er hún væntanleg síðar á þessu ári, en Juicy Wiggle er nýjasta smáskífan sem við fáum að heyra af plötunni.