Jón Jónsson - Feel For YouTónlistarmanninn og fótboltakappann Jón Ragnar Jónsson þarf varla að kynna, en hann er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur þegar vakið athygli erlendis.

Það er komið rúmt ár síðan Jón gaf síðast út lag og hafa eflaust margir beðið spenntir eftir nýju efni frá honum.

Lagið sem nefnist Feel For You er masterað af Haffa Tempo og fjallar það um ungan strák sem heldur partý í þeirri von að stúlkan sem hann er skotinn í mæti.
Myndbanið við lagið var unnið af Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum.