Hér er á ferðinni einstaklega flottur dúett hjá þeim Ragga Bjarna og Jóni Jónssyni af laginu Froðan sem Geiri Sæm og Hunangstunglið gerðu upphaflega árið 1988.

Lagið er fyrsta smáskífan af plötunni Dúettar sem hinn 78 ára gamli Ragnar Bjarnason kemur til með að senda frá sér þann 8. nóvember næstkomandi en þar tekur Raggi vel valin lög ásamt góðum gestum en þar má nefna Siggu Beinteins, Helga Björns, Lay Low og Magna.