Fyrsta jólalagið sem kemur á Ný Tónlist þetta árið er með Sjálfum Cee Lo Green en eins og flestir ættu að vita þá gerði hann allt vitlaust með laginu F**k You fyrir um tveimur árum síðan.

Með Cee Lo í laginu sem nefnist All I Need Is Love eru The Muppets eða Prúðuleikararnir með froskinum Kermit í broddi fylkingar, en lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri jólaplötu Cee Lo’s sem heitir Cee Lo’s Magic Moment sem kemur út í lok mánaðarins.