Martin Garrix & Jay Hardway - WizardPlötusnúðurinn og pródúserinn Martin Garrix er aðeins sautján ára gamall en hefur samt sem áður náð gífurlegum árangri í bransanum og skaust upp á toppinn á flestum vinsældarlistum í heiminum með laginu sínu Animals sem hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið.

Nú er hins vegar komið út nýtt lag með þessum upprennandi tónlistarmanni sem nefnist Wizzard og gerði Martin það í sameiningu við Jay Hardway.