Birgir Steinn Stefánsson - Ég Þarf Ekki Margt Um JólinHér er á ferðinni eitt af lögunum af nýútkominni jólaplötu Stefáns Hilmarssonar Í Desember, en lagið Ég Þarf Ekki Margt Um Jólin er flutt af Birgi Steini, syni Stefáns, lagið er fengið að láni frá All I Want For Christmas Is You sem söngkonan Mariah Carey flutti upphaflega.

Birgir er að feta sín fyrstu fótspor í heimi tónlistarinnar og stofnaði hann hljómsveitina September ásamt Eyþóri Úlfari og hafa þeir verið að gera það gott með laginu All I Need upp á síðkastið.