Kyan - Wire On The FencesKyan Kuatois er söngvari og pródúser sem kemur frá Cambridge í Bretlandi en röddin hans er hreint út sagt mögnuð.

Hann byrjaði aðeins tólf ára gamall að læra sjálfur á píanó og hefur ekki sleppt tónlistinni síðan þá og segist hann fá innblástur af John Legend og Stevie Wonder.

Kyan vinnur nú að fyrstu plötunni sinni sem er væntanleg á næsta ári en nýjasta lagið sem við fáum að heyra frá þessum upprennandi tónlistarmanni nefnist Wire On The Fences.