Klingande - Riva (Restart the Game) ásamt Broken BackFranski deep house pródúserinn Klingande eða Cédric Steinmyller eins og hann heitir réttu nafni komst strax á topplista víða um heim með laginu Jubel sem kom út í árslok 2013, en þess má til gamans geta að Klingande er sænskt orð og merkir hljóma eða óma.

Þriðja lagið frá Klingande nefnist Riva og er það í sama stíl og fyrstu tvö lögin hjá honum en nú hefur hann hinsvegar skipt út saxófóninum fyrir munnhörpu og fékk hann samlandann sinn, Broken Back með sér í lagið.