Our Psych - To The SkyÁrsæll Gabríel er 21 árs gamall pródúser og plötusnúður sem kemur frá Akureyri og er einn af meðlimum Rust N’ Dust, en hann hefur aðallega verið að einbeita sér að sólóverkefni sínu, Our Psych upp á síðkastið.

Fyrsta lagið sem Ársæll sendir frá sér undir merkjum Our Psych nefnist To The Sky og er það í þessum Future House stíl sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið.

Lagið hefur fengið frábærar viðtökur og hefur það þegar fengið yfir sex þúsund spilanir á SoundCloud en einnig er hægt að streyma laginu í gegnum Spotify og er það væntanlegt á iTunes og fleiri tónlistarveitur á næstu dögum, en lagið var gefið út af Hekla Records sem er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki.