Music Messenger MMEf þú hefur áhuga á tónlist og vilt deila henni með vinum þínum þá er Music Messenger eitthvað fyrir þig.
Music Messenger er nýtt app eða snjallsímaforrit sem gerir notendum þess kleift að senda lög sín á milli. Þú getur búið til lagalista úr yfir 100 milljón lögum sem forritið hefur að geyma en það er bein tengt við YouTube og kemur það til með að tengjast fleiri efnisveitum á næstunni.

Þetta byrjaði allt hjá þeim David Strauss, O.D. Kobo, Shai Azran og Uzi Refaeli sem koma frá Ísrael en þeir vildu finna upp auðvelda leið svo að þeir gætu sent tónlist sín á milli en, hugmyndin vatt svo upp á sig og varð Music Messenger appið til og hefur það nú þegar verið hlaðið niður yfir 2 milljón sinnum og fjölgar notendum þess frá degi til dags.

Stofnendur MM vilja meina að þetta sé einhverskonar WhatsApp tónlistarinnar, en fyrir þá sem ekki vita er WhatsApp spjallforrit líkt og Facebook Messenger sem svo margir nota í dag en útlit MM sveipar ansi mikið til útlits Facebook Messenger.

Eins og kom fram hér að ofan hefur appið verið að fá vægast sagt frábærar móttökur og þar á meðal einstaklinga sem koma úr tónlistarbransanum sem hafa deilt því áfram á samfélagsmiðlum sínum og má þar nefna Avicii, Katy Perry, David Guetta, will.i.am og Sebastian Ingrosso.Music Messenger MM

Þú einfaldlega velur lag úr símanum þínum eða af hinum ýmsu lagalistum sem finna má í appinu og sendir á vini þína, en þú getur einnig sent mynd eða skilaboð með laginu, svo getur þú safnað öllum lögunum saman og búið til þinn eiginn lagalista sem þú getur svo hlustað á í skólanum, ræktinni, heima og hvar sem þér hentar.

Appið er fáanlegt án endurgjalds bæði í Play Store og App Store.