María Ólafsdóttir - UnbrokenÞað ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að það var söngkonan María Ólafsdóttir sem sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár með laginu Unbroken en strákarnir í StopWaitGo sömdu bæði textann og lagið sjálft.

Myndbandið var unnið af Iris Films en það var tekið að mestu leiti upp í sementverksmiðjunni á Akranesi og á Korpúlfsstöðum í byrjun mánaðarins, en það hefur að geyma loka útgáfuna af laginu sem verður framlag Íslands til Eurovision í ár.