Emmsjé Gauti & Friðrik Dór - Í KvöldRapparinn Emmsjé Gauti og söngvarinn Friðrik Dór sameina hér krafta sína og koma okkur inn í sumarið með nýju lagi.

Lagið sem ber nafnið Í Kvöld er það nýjasta sem við fáum að heyra af væntanlegri plötu Gauta, Vagg Og Velta og er það jafnframt annað lagið sem Gauti og Friðrik gera í sameiningu, en þeir sendu frá sér lagið Okkar Leið sem var eitt það vinsælasta hér á landi árið 2011.