Todrick Hall - BeyonceTodrick Hall kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann tók þátt í níundu seríunni af American Idol og komst þar í undanúrslitin en eftir það hefur hann komið fram á Broadway og víðar þó hann sé einna hvað þekktastur í dag fyrir YouTube myndböndin sín sem hafa notið vinsælda víða.

Það nýjasta frá þessum Bandaríkjamanni sem fagnaði þrítugsafmæli sínu fyrr í mánuðinum er fjögurra mínútna myndband þar sem hann tekur öll lögin af þeim fimm plötum sem söngkonan Beyonce hefur sent frá sér sem gera yfir sjötíu lög og má segja að Todrick geri það bara nokkuð vel.