Rae SremmurdBræðurnir Swae Lee og Slim Jimmy úr Rae Sremmurd eru einir af þeim mörgu tónlistarmönnum sem koma til með að troða upp á Íslandi í sumar en tónleikarnir þeirra fara fram í Laugardalshöll þann 27. ágúst næstkomandi.

Fyrsta plata bræðranna, SremmLife kom út í byrjun janúar og náði hún fimmta sæti á Billboard listanum, en fimmta og jafnframt nýjasta smáskífan af plötunni nefnist This Could Be Us.