Moses Hightower - SnefillHljómsveitin Moses Hightower er með þeim vinsælli hér á landi, en um þrjú ár eru síðan að önnur platan þeirra, Önnur Mósebók kom út og því kominn tími á nýtt efni frá fjórmenningunum, en nýjasta lagið sem hljómsveitin sendir frá sér nefnist Snefill og er það forsmekkurinn af því sem kemur til með að hljóma á þriðju plötu hljómsveitarinnar sem nú er í vinnslu.