Enter Club FestivalEnter Events er nýtt viðburðarfyrirtæki sem ætlar að starta sumrinu með stæl með alvöru partýi á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi dagana 12. og 13. júní næstkomandi en þetta er helgina fyrir Bíladaga á Akureyri.

Viðburðurinn hefur fengið nafnið Enter Club Festival og er það ekki af ástæðulausu því ætlunin er að skapa klúbbastemmingu eins og þú kemur til með að finna á stærstu skemmtistöðum erlendis og hafa plötusnúðarnir Jamie de Rooy og Steven React Sharp úr WRONG! verið fengnir til landsins til að spila á viðburðinum, en þeir eru með vinsælustu tech house plötusnúðum Bretlands.

Að sögn skipuleggjanda Club Festivalsins var upphaflega lagt upp með að halda aðeins eitt kvöld en viðtökurnar urðu strax svo gífurlega góðar að ákveðið var að bæta við öðru kvöldi og fer þetta því fram föstudags- og laugardagskvöldið 12. og 13. júní.

Dagskráin er ekki af verri endanum en ásamt WRONG! koma meðal annars fram Blaz Roca, Johann Stone, Þriðja Hæðin, Basic House Effect og Smokin Joe, en eins og áður kom fram verður Spot breytt í alvöru klúbb og verður hljóð- og ljósakerfið stækkað til muna og verður allt út í glow-sticks, blöðrum, dansarar verða á svæðinu ásamt mörgu fleiru.

Miðasalan er í fullum gangi og kostar aðeins 2.500 krónur á bæði kvöldin í forsölu og fer hún fram á Tix.is og má finna allar nánari upplýsingar á facebook viðburðinum.

Ný Tónlist í samstarfi við Enter Events og Volcanic ætla að gefa heppnum aðilum miða á kvöldin og það eina sem þú þarft að gera er að adda okkur á snapchat (nytonlist) og senda okkur mynd af fréttinni og skrifa nafnið þitt í texta við myndina og þá ertu komin(n) í pottinn.

 

 

 

Viltu koma þínum viðburði á framfæri?
Hafðu samband á nytonlist@nytonlist.net