Úlfur Úlfur - Tvær PláneturArnar Freyr og Helgi Sæmundur úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur koma til með að gefa út sína aðra plötu, Tvær Plánetur á fimmtudaginn og hafa þeir af því tilefni ákveðið að halda útgáfupartý fyrir aðdáendur sína.

Partýið fer fram á skemmtistaðnum Loft Hostel á miðvikudaginn klukkan 20:00 og er aðgangur ókeypis, strákarnir munu kynna plötuna sem verður til sölu fyrir 2.500,- krónur ásamt því að frumsýna myndbandið við nýjasta lagið þeirra Brennum Allt sem var unnið í samstarfi við rapparann Kött Grá Pje og var það Magnús Leifsson leikstýrði myndbandinu.

Strákarnir hvetja sem flesta til þess að mæta og er hægt að lesa nánar um partýið á Facebook viðburðinum.