Meghan Trainor - Like I'm Gonna Lose You ásamt John LegendHin 21 árs gamla söngkona Meghan Trainor skaust upp á stjörnuhimininn síðasta sumar þegar hún sendi frá sér lagið All About That Bass og hefur hún verið dugleg að færa okkur ný lög síðan þá.

Fjórða plata Meghan, Title kom út í byrjun ársins og komst hún á toppinn yfir söluhæstu plöturnar bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi en lagið Like I’m Gonna Lose You er fjórða smáskífan af plötunni og er það söngvarinn John Legend sem er með henni í þessum fallega dúett.