Myndband við nýtt jólalag frá hljómsveitinni White Signal sem heitir Jólanótt. Hljómsveitin sem skipar krökkum á aldrinum 14-16 ára hefur verið að gera góða hluti frá stofnun en hún kom meðal annars fram í sérstökum söfnunarþætti á Degi rauða nefsins á Stöð 2. Þess má geta að lagið Jólanótt keppir til úrslita í Jólalagakeppni Rásar 2 sem fer fram um þessar mundir.