Hákon Guðni er 17 ára strákur frá Akureyri sem hefur verið að gera það gott í gegnum tíðina. Hann hefur verið að syngja frá unga aldri og kom í fyrsta sinn fram í hljómsveit sem hét Spark og var svo einnig í Söngvaborg fyrir nokkrum árumHér er Hákon með sitt nýjasta lag sem er cover af laginu Collide með Howie Day.

Lagið er tekið upp í Stúdíó Loftið hjá Stefáni Erni, sem tók einmitt líka upp lag Stefáns Marels, Ég Vil Fá Mér Kærustu fyrr í þessum mánuði.