Ísold Ylfa Schweitz Jakobsdottir flutti landsmönnum lagið Svo 2012 í lok Áramótaskaupsins á laugardaginn.

Ísold er 10 ára stelpa úr Hafnarfirðinum og hefur hún verið að syngja frá því að hún man eftir sér. Hún æfir Jazzballett og er í Dans og sönglist en það er leiklistarskóli sem er í Borgarleikhúsinu. Það er ekki nýtt hjá henni að koma fram en hún hefur meðal annars komið fram á 17. júní.

Ísold er hæst ánægð hvernig til tókst með skaupið en margir hafa hrósað henni í hástert. „ Ég og fjórar aðrar stelpur úr sönglist vorum beðnar um að koma í prufu fyrir Áramótaskaupið og var ég svo valin til þess að syngja lagið en Elín Perla og Hólmfríður sungu bakraddir“ sagði Ísold í samtali við Ný Tónlist.