Berglind María er sautján ára stelpa úr Hveragerði og er í Verzlunarskóla Íslands. Hún hefur verið að syngja frá því að hún byrjaði að tala. Berglind fór fyrst í söngskóla þegar hún var ellefu ára gömul en stundar nú klassískt söngnám í Tónlistarskóla Árnesinga. Hún hefur tekið þátt í söngleikjum og er hvergi bangin við að koma fram og líður aldrei betur en þegar hún er á sviði.
Berglind syngur hér cover af laginu The One That Got Away með Katy Perry. Kjartan Guðmundsson tók lagið upp og lék jafnframt á öll hljóðfærin að trommunum undanskildum en Bjarki Ómarsson spilaði á þær.