Um þessar mundir fangar Ný Tónlist 4 mánaða afmæli og hefur síðan vaxið og dafnað hratt á þessum tíma. Við höfum séð landsmönnum fyrir nýrri tónlist á hverjum degi ásamt því að hjálpa ungu og efnilegu tónistarfólki að koma sinni tónlist á framfæri. Það sem hefur borið hæðst á þessum tíma er söngkeppnin Söngfuglinn sem Ný Tónlist stóð fyrir og voru móttökurnar hreint ótrúlegar.

Við viljum nú gera vefinn aðgengilegri og kynnum til sögunnar nýtt Android forrit sem aðlagar síðuna að farsímanum þínum og gerir þér kleift að hlusta á nýjustu tónlistina hvar og hvenær sem er.

Eigendur Ný Tónlist vilja þakka öllum þeim sem hafa heimsótt síðuna á þessum tíma og auk þess þeim sem hafa hjálpað okkur að gera síðuna að því sem hún er í dag.

Sérstakar þakkir fá: Bleikt.is , Óli Geir, Strákarnir í Harmageddon á X-Inu 977 og Studio Sound.

Þú getur hlaðið niður nýja Andorid forritinu okkar með því að skanna QR kóðan hér fyrir neðan eða farið á www.nytonlist.net/android í Android símanum þínum.