Alex Goot er ansi efnilegur söngvari búsettur í Poughkeepsie í New York. Hann byrjaði að hafa áhuga á tónlist aðeins fimm ára gamall en þá keyptu foreldrar hans handa honum píanó.
Hann byrjaði þó ekki að spila að alvöru fyrr en hann var tólf ára en hann kom fyrst fram þremur árum síðar.
Alex byrjaði að taka upp lög árið 2004 en hlaut þó ekki almennar vinsældir og setti hann lögin aðeins á Myspace síðuna sína.
Árið 2010 breyttist hinsvegar allt, Þegar Alex hóf að setja myndbönd af sér flytja fræg lög eftir aðra ásamt því að syngja sín eigin lög á netið, og nú þegar Alex er orðinn tuttugu og fjögurra ára hafa myndböndin hans notið gífurlegra vinsælda og er hann talinn einn efnilegasti cover flytjandinn á YouTube og hafa um 90 miljónir manns horft á myndböndin hjá honum.

Hér flytur Alex ásamt Eppic cover af laginu Payphone sem hljómsveitin Maroon 5 hefur verið að gera gífurlega vinsælt með undanfarna daga, en margir vilja meina að Alex flytji lagið betur heldur en Maroon 5.