Guðmundur Snorri Sigurðarson heitir þessi ungi rappari en hann gengur undir nafninu Gummzter. Hann hefur æft á fjögur hljóðfæri í gegnum tíðina en báðir foreldrar hans eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Guðmundur gaf út fyrstu plötuna sína árið 2009 en hún fékk nafnið Erkiengill. Platan fékk þrjár stjörnur hjá Fréttablaðinu og hlaut almennt nokkuð góðar móttökur.

Lagið Sumarið Er Komið má finna á væntanlegri plötu Gummzters, Fullorðinn en hún kemur út í lok mánaðarins.