Stemmingin er magnþrungin í Herjólfsdal þegar tendrað er á blysunum og Lífið Er Yndislegt er sungið á Þjóhátíð í Vestmannaeyjum, en margir vilja meina að þetta sé hápunktur hátíðarinnar ár hvert.

Eitt blys er fyrir hverja Þjóðhátíð sem hefur verið haldin og voru þau 138 í ár, en hátíðin var fyrst haldin árið 1874.

Það eru eflaust margir sem fá gæsahúð enda er þetta mögnuð upplifun en menn vilja meina um að á Þjóðhátíð komi saman stærsti kór landsins, en um 15.000 manns komu á hátíðina í ár en hún er sú næst fjölmennasta frá upphafi.

Vilt þú upplifa þessa mögnuðu stemmingu í fullum Herjólfsdal og komast frítt á Þjóðhátíð ásamt því að fá RISA Þjóðhátíðarpakka og ekki nóg með það að þú getur boðið vini þínum eða vinkonu með þér? Farðu á Facebook síðu Ný Tónlist og skráðu þig í Þjóðhátíðarleikinn okkar!