Park Jae-Sang eða PSY eins og hann kallar sig er 34 ára gamall söngvari sem kemur frá Suður Kóreu, en þar í landi er hann afar vinsæll og þá einkum fyrir kímnigáfu sína.

Hann gaf út á dögunum splunkunýtt myndband við lagið Gangnam Style og hefur það verið að gera ansi góða hluti ekki bara í Kóreu heldur um allan heim og er nokkuð ljóst að það eigi eftir að ná einhverjum vinsældum hér á landi.