Ótrúlega fallegt lag hér á ferðinni með sjálfri drottningunni Beyoncé en myndbandið við lagið var gert fyrir World Humanitarian Day 2012, en dagurinn er tileinkaður öllu því fólki sem vinnur við hjálparstörf víðsvegar um heiminn og einkum þeim sem hafa látist í starfinu.

Hér nær hin 30 ára gamla söngkona Beyoncé Giselle Knowles sem kemur frá Texas í Bandaríkjunum, að breiða út þennan ótrúlega boðskap sem dagurinn ber í för með sér á sinn einskæra hátt, en það fá eflaust einhverjir gæsahúð eða jafnvel tárast við að hlusta á þenna ótrúlega flutning.