Fyrsta bjórkvöldið sem haldið verður skólaárið 2012 – 2013 fer fram á Þýska Barnum á föstudaginn næstkomandi 24. ágúst.

Fram koma:
Friðrik Dór en hann þarf vart að kynna. Hann er með vinsælli tónlistarmönnum landsins í dag og var m.a. að gefa út nýtt lag. Hann mun koma á Þýska Barinn og taka öll sín helstu og heitustu lög!

Basic House Effect ein þeir eru plötusnúðar á mikilli uppleið en á stuttum tíma eru þeir búnir að koma fram á vel á annað hundrað viðburðum á öllum stærðargráðum og fá alltaf jafn frábærar móttökur. Þeir ætla að rífa stemninguna upp úr öllu valdi á Þýska Barnum á föstudaginn!

Það kostar litlar 1000 kr. inn og verða tilboð á barnum alla nóttina en húsið opnar 23:00 og um upphitunina sjá plötusnúðarnir B.H.P. & T.P.T.

Við ætlum að gefa miða á þetta magnaða kvöld en það eina sem þú þarft að gera er að læka þessa frétt og kvitta síðan á vegginn á facebook síðu Ný Tónlist.

Dregið verður út á miðvikudaginn, fimmtudaginn og á föstudaginn!