Strákarnir í Swedish House Mafia ásamt John Martin sendu frá sér lagið Don’t You Worry Child  fyrir um mánuði síðan og naut það strax gífurlegra vinsælda þótt svo að lagið komi ekki opinberlega út fyrr en á föstudaginn.

Þeir sendu frá sér í dag, ótrúlega flotta Acoustic eða órafmagnaða útgáfu af laginu, og er hún ekki síðri en sú upphaflega, en áhugsamir geta nálgast nótur/gítargrip og textann við lagið hérna.