Ásgeir Trausti er tvítugur söngvari sem hefur verið að gera allt gjörsamlega vitlaust upp á síðkastið og þá sérstaklega með laginu Leyndarmál.
Ásgeir gaf út í byrjun mánaðarins sína fyrstu plötu sem inniheldur tíu lög og þar á meðal lagið sem heitir líkt og platan, Dýrð Í Dauðaþögn en Ásgeir samdi öll lögin á plötunni, en um textagerð sáu þeir Einar Georg Einarsson, faðir Ásgeirs og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson en hann og Ásgeir eru góðir vinir.