Sunna Líf er fimmtán ára stelpa frá Sauðárkróki en hún er með hreint ótrúlega flotta rödd.
Hún hóf að semja sín eigin lög fyrir um þremur árum síðan og þar má nefna lagið Myrkur Í Hjarta en það fjallar um hvað eiturlyfja heimurinn geti reynst mönnum erfiður.

Nýjasta lagið frá þessari ungu sögkonu nefnist Vertu Kyrr og er það tileinkað vinkonu Sunnu sem á í miklum erfiðleikum að stríða. Það má með sanni segja að það verði gaman að fylgjast með henni á næstunni enda ansi hæfileikarík söngkona hér á ferðinni.