Hinn 25 ára gamli Breski söngvari Keidran Jones eða Iyaz eins og við ættum flest að þekkja hann sem, gerði garðinn frægan árið 2009 með laginu Replay og var það með vinsælli lögum ársins.

Það hefur lítið heyrst í honum síðan þá en nú er kappinn mættur aftur til leiks og að þessu sinni með endurgerð af laginu Fool In Love sem söngkonan Rihanna gerði upphaflega.

Í tilkynningu sem Iyaz sendi frá sér í tengslum við útgáfu lagsins segir hann að hann hafi verið að vinna í nýju efni upp á síðkastið og verður spennandi að sjá hvort að hann nái aftur þeim vinsældum sem hann hafði áður.