Hinn 21 árs gamli Breski söngvari Edward Christopher Sheeran er sannkallaður hjartaknúsari, en lögin hans hafa náð gífurlegum vinsældum um allan heim og er Ísland engin undantekning.

Ed er hér mættur með afskaplega fallegt myndband við lagið Give Me Love en það er nýjasta smáskífan af plötunni + sem þessi ungi snillingur sendi frá sér fyrir um ári síðan.