Hann heitir Brandon Realmonte og kemur frá Gilroy í Kaliforníu sem er fylki á vesturströnd Bandaríkjanna.
Brandon er aðeins nítján ára gamall og hefur hann verið að semja tónlist síðastliðin fjögur ár, en takmarkaður aðgangur hans að hljóðveri hefur heft hann í útbreiðslu tónlistar sinnar.

Lagið sem nefnist Shades Of Grey er það fyrsta sem Brandon sendir frá sér, en það er afar grípandi og fjallar það um rasisma og samfélagið í Bandaríkjunum í heild sinni.

„Ég hef fengið gífurlega góð viðbrögð hjá öllum sem hafa heyrt lagið, en þeir örfáu sem hafa ekki líkað það einfaldlega skilja það ekki, en boðskapur þess er gífurlega sterkur.“ Sagði Brandon í samtali við Ný Tónlist, en hann hyggst stefna langt í tónlistinni á komandi tímum.

Þú getur hlaðið laginu niður þér að kostnaðarlausu með þvÍ að smella hér.