Moses Hightower - Sjáum Hvað Setur (Nuke Dukem Remix)Strákarnir í Nuke Dukem hafa heldur betur slegið í gegn með lögum sínum og þá einna helst með svokölluðum remixum eða endurgerðum og má þar nefna Murr Murr með mugison og Alelda sem Nýdönsk gerði upphaflega, en remixið sem Nuke Dukem gerðu af því lagi var með mest spiluðu lögum á útvarpsstöðvum hér á landi á síðasta ári.

Nýjasta verkefni strákanna er frábært remix af laginu Sjáum Hvað Setur með hljómsveitinni Moses Hightower, en það hefur verið gífurlega vinsælt upp á síðkastið.