Moses Hightower - Góður íFjórmenningarnir í hljómsveitinni Moses Hightower sem stofnuð var árið 2007 gáfu út sína aðra hljómplötu í lok síðasta árs, en platan sem fékk nafnið Önnur Mósebók hefur vægast sagt fengið frábæra dóma og var meðal annars valin plata ársins á síðasta ári svo eitthvað sé nefnt.

Nýjasta smáskífan af þessari annars frábæru plötu hefur nú litið dagsins ljós og er líklegt að lagið sem ber nafnið Góður í fái góðar undirtektir sem og önnur lög sem hljómsveitin hefur sent frá sér.