Tinie Tempah - Trampoline ásamt 2 ChainzÞað varð allt vitlaust þegar þessi maður steig á sviðið á Keflavík Music Festival sem fór fram í júní síðastliðnum, en hann var eitt stærsta atriðið sem kom fram á hátíðinni.

Hann er 24 ára gamall og kallar sig Tinie Tempah, en heitir réttu nafni Patrick Chukwuemeka Okogwu og er búsettur í London og hefur verið í bransanum frá árinu 2005.
Tinie færði okkur lög á borð við Written In The Stars og Pass Out, en þau má finna á plötunni Disc-Overy sem kom út árið 2010, en Tinie hefur nú gefið út nýtt lag ásamt 2 Chainz, og er lag sem nefnist Trampoline pródúserað af Diplo fyrsta smáskífan nýrri plötu frá kappanum sem hefur fengið nafnið Demonstration og er áætlað að hún komi út í nóvember.