Akon - Island ásamt Don Omar og InnaSöngvarinn Akon fagnaði fertugsafmæli sínu fyrr á árinu og hefur nú gefið út ansi sumarlegt lag.
Með honum í laginu sem nefnist Island eru þau Don Omar og Inna, og er lagið fyrsta smáskífan af plötunni Stadium sem Akon kemur til með að senda út síðar á þessu ári, en hún er fjórða platan frá kappanum sem hefur verið í bransanum í tíu ár.