Rizzle Kicks - Lost GenerationFélagarnir Jordan Rizzle og Harley Sylvester kynntust fyrst árið 1996 þegar þeir voru 4 og 5 ára gamlir en þá voru þeir nágrannar og léku sér mikið saman.

Leiðir þeirra skyldu þegar þeir fluttu báðir í burtu, en hittust aftur fjórum árum síðar fyrir slysni og árið 2008 varð dúóið Rizzle Kicks til.

Á stuttum tíma náðu strákarnir gífurlegum vinsældum og vinna þeir nú við að leggja loka hönd á aðra plötuna sína sem kemur út í september, en lagið Lost Generation er nýjasta smáskífan af plötunni sem ber nafnið Roaring 20s.