The Wanted - We Own The NightStrákarnir í The Wanted eru búnir að eiga eitt vinsælasta lag sumarsins, Walks Like Rihanna og sendu þeir jafnframt frá sér annað lag í júní sem ber nafnið Drunk On Love, en We Own The Night er það nýjasta úr smíðum strákanna og vilja margir meina að lögin séu ansi lík og einkennist af sama stíl.

Lögin þrjú ásamf fleirum má finna á væntanlegri plötu The Wanted, Word of Mouth sem kemur út í september næstkomandi.