Sísý Ey - Restless ásamt Unsteini ManuelHljómsveitin Sísí Ey kom sterk inn hér á landi með laginu Ain’t got Nobody – sem spilað var á flestum útvarpstöðvum landsins og var gífurlega vinsælt inni á veraldarvefnum.

Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elín, Elísabet og Sigga.
Eftir að hafa leitað lengi eftir að finna rétta pródúserinn fundu þær hvíta riddaran sem er enginn annar en Friðrik „Oculus“ sem slóst í för með þeim.

Lagið ber nafnið Restless og er síðbúinn sumarsmellur samkvæmt stelpunum og er það Unnsteinn Manuel, söngvari hljómsveitarinnar Retro Stefson sem flestum ætti að vera kunnugur sem er með þeim í laginu.

Sísí Ey mun svo gefa út tvö lög í kjölfari þessa lags.