medina2Hin danska söngdíva Medina kom sterk inná sviðsljósið fyrir nokkrum árum með lögum sínum. Medina gaf út sinn fyrstu smáskífu árið 2007 sem heitir Flå – síðan þá hefur leiðin verið greið fyrir þessa stúlku. Medina hefur gefið út mörg vinsæl lög á borð við Kun For Mig sem sló í gegn útum allan heim, Forever, You & I og svo lengi mætti telja.

Hún gaf nýverið út lag með dönsku pródúeserunum Svenstrup & Vendelboe sem gerðu garðinn frægan með remix af einu lagi Medinu, Kun For Mig.

Lagið ber nafnið Junkie og er gefið út af UltraRecords.