íslandUpptökuteymið íslenska StopWaitGo hefur gert nýja útgáfu af laginu „Áfram Ísland“, baráttu-og hvatningasöng til Íslenska landsliðsins í Knattspyrnu sem fyrst var tekið upp árið 2002. Í nýju útgáfuna eru klipptir nokkrir vel valdir bútar af ógleymanlegum gullkornum íþróttafréttamannanna sem lýstu leikjum landsliðsins á leiðinni í umspilið fyrir HM.

Þeir félagar í StopWaitGo; Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson sáu nýlega um að pródúsera lag með stúlknasveitinni The Saturdays sem fór beint inná topp tíu breska smáskífulistans, og hafa því haft í nægu að snúast en gáfu sér þó tíma í að endurgera þetta lag.

Flytjenda hópinn skipa nokkrar skærustu stjörnur ungu kynslóðarinnar í tónlistinni í dag, Ingólfur „Veðurguð“ Þórarinsson, Sverrir Bergmann, Erna Hrönn, Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór Jónsson og Unnur Eggertsdóttir eru meðal þeirra sem leggja verkefninu raddirnar sínar. í upptökunum og aðdragandanum hefur hópurinn verið Unglingalandsliðið þó meira í gamni en alvöru.

Lagið er endurgert með það að leiðarljósi að rífa upp stemmninguna núna síðustu daganna fyrir stóru leikina sem framundan eru.